Íslenski skólinn hefur göngu sína á ný

 

Starfsemi íslenska skólans veturinn 2011 – 2012 hefst laugardaginn 8. október kl. 10:30.

Áætlaðir kennslutímar yfir skólaárið er sem hér segir:
 

2011

8. og 15. október

5. og 19. nóvember

3. desember

 

2012

14. og 28. janúar

11. febrúar

10., 24. og 31. mars

5. og 12. maí


Eins og áður verður kennt í tvær klukkustundir í senn og hefst kennsla stundvíslega kl. 10:30. Kennt verður í þremur hópum í ár, þ.e. frá 3ja-5 ára, 6-8 ára og 9-13 ára.

Kennslustaður er óbreyttur: Sænski skólinn, 9, rue Médéric, 75017 París, metró Courcelles. Gengið er inn um innganginn hjá sænsku kirkjunni á hægri hönd og farið upp hringstigann (eða í lyftu).

Markmið skólans eru sem fyrr að gefa íslenskum börnum í París tækifæri til að eiga samskipti á íslensku, að læra að lesa og skrifa á íslensku með hliðsjón af grundvallaratriðum íslenskrar málfræði og að kynnast íslenskri sögu og menningu.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Önnu Birnu, annabirnaj@yahoo.fr

 

 

 

Video Gallery

View more videos