Íslenski skólinn 2007-2008

Starfsemi íslenska skólans veturinn 2007 – 2008  hefst laugardaginn 22. september 2007 og þá verður jafnframt kosið í nýja stjórn.

Áætlaðir kennslutímar yfir skólaárið er sem hér segir :

 

2007                                                    2008

22. september                                     19. janúar

6. og 20. október                                2. og 16. febrúar

10. og 24. nóvember                          15. og 22. mars

8. desember                                        5. og 19. apríl

            

Eins og áður verður kennt í tvær klukkustundir í senn og hefst kennsla stundvíslega kl. 10:30.  Kennt verður í tveimur hópum frá 3ja til 10 ára aldurs.

Kennslustaður er óbreyttur:  Sænski skólinn, 9, rue Médéric, 75017 París, metró Courcelles.  Gengið er inn um innganginn hjá sænsku kirkjunni á hægri hönd og farið upp hringstigann (eða í lyftu). 

Markmið skólans eru sem fyrr að gefa íslenskum börnum í París tækifæri til að eiga samskipti á íslensku, að læra að lesa og skrifa á íslensku með hliðsjón af grundvallaratriðum íslenskrar málfræði og að kynnast íslenskri sögu og menningu.  Foreldrar eru hvattir til að koma fram með hugmyndir um hvernig best verði að kennslu staðið miðað við þarfir barna sinna.

Skólagjöld eru óbreytt frá fyrra ári:  Fyrir eitt barn ? 130, fyrir tvö börn ? 190 og ? 250 fyrir 3 börn eða fleiri.  Skólagjöldin verða innheimt í fyrsta kennslutíma.  Þeim sem óska eftir að tvískipta greiðslunni, stendur til boða að inna síðari greiðsluna af hendi stundvíslega á fyrsta kennsludegi eftir áramót.

Ágætt er að hafa með sér létt nesti fyrir frímínútur og börn á grunnskólastigi þurfa að koma með pennaveski og stílabók.

Nemendur eru eindregið hvattir til að mæta reglulega í þessa fáu tíma!

Vonumst við til að sjá sem flesta ! ! !

Kærar kveðjur,

Skólastjórnin

                                  Video Gallery

View more videos