Íslenski skólinn - La rentrée de l'Ecole islandaise le 2 octobre

Starfsemi íslenska skólans veturinn 2010 – 2011 hefst laugardaginn 2. október kl. 10:30.

Áætlaðir kennslutímar yfir skólaárið er sem hér segir:

2010

2. og 16. október
6. og 20. nóvember
4. des. Jólaball
11. desember

2011

8. og 22. janúar
5. febrúar
5. og 19. mars
2. og 30. apríl
14. og 28. maí

Eins og áður verður kennt í tvær klukkustundir í senn og hefst kennsla stundvíslega kl. 10:30. Kennt verður í þremur hópum í ár, þ.e. frá 3ja-5 ára, 6-8 ára og 9-13 ára.

Kennslustaður er óbreyttur: Sænski skólinn, 9, rue Médéric, 75017 París, metró Courcelles. Gengið er inn um innganginn hjá sænsku kirkjunni á hægri hönd og farið upp hringstigann (eða í lyftu).

Markmið skólans eru sem fyrr að gefa íslenskum börnum í París tækifæri til að eiga samskipti á íslensku, að læra að lesa og skrifa á íslensku með hliðsjón af grundvallaratriðum íslenskrar málfræði og að kynnast íslenskri sögu og menningu.

Skólagjöld eru óbreytt frá fyrra ári: Fyrir eitt barn 130 evrur, fyrir tvö börn 190 evrur og 250 evrur fyrir 3 börn eða fleiri. Skólagjöldin verða innheimt í fyrsta kennslutíma. Þeim sem óska eftir að tvískipta greiðslunni, stendur til boða að inna síðari greiðsluna af hendi á fyrsta kennsludegi eftir áramót.

___________

 

L’école islandaise est une association de parents d’élèves qui a été établi dans le but de permettre aux enfants qui ont un lien avec l’Islande l’apprentissage de la langue islandaise.

Il y a trois niveaux, de 3 à 5 ans, de 6 à 8 ans et de 9 à 13 ans.

Depuis quelques années, des cours d’islandais sont également proposés aux adultes.

L'enseignement a lieu à l’Ecole suèdoise, 9 rue de Médéric, 75017 Paris (métro Courcelles) aux dates suivantes :

2010

Les 2 et 16 octobre
Les 6 et 20 novembre
Le 11 décembre

2011

Les 8 et 22 janvier
Le 5 février
Les 5 et 19 mars
Les 2 et 30 avril
Les 14 et 28 mai

Pour les inscriptions, veuillez contacter le Directeur de l’Ecole, M. Einarsson : einar.einarsson@iea.org

Video Gallery

View more videos