Íslenskar bækur og myndlýsingar á "Leer León 06", fyrstu alþjóðlegu barna- og unglingabóka-kaupstefnunni á Spáni

Ísland er í hópi 17 Evrópuríkja á fyrstu alþjóðlegu barna- og unglingabókakaupstefnunni sem haldin er á Spáni, í borginni León, um 350 kílómetra norðvestan Madrídar. Íslenskar barnabækur, myndlýsingar Áslaugar Jónsdóttur og jólasveinamyndir Ólafs Péturssonar eru framlag Íslands í sýningarskála Evrópu sem kallast “Espacio Europeo del Libro” (Evrópska bókasvæðið). Auk þess tók Kristinn R. Ólafsson, fréttamaður, rithöfundur og þýðandi þátt í hringborðsumræðum um þýðingar laugardaginn 6. maí ásamt þýðendum frá Spáni, Svíþjóð, Sviss, Þýskalandi.

Sendiráð Íslands í París, sem hefur Spán á sinni könnu, og Bókmenntakynningarsjóður standa fyrir íslensku þátttökunni með aðstoð bókaútgáfanna Eddu og JPV.

Kaupstefnan nefnist Leer León 06 (Að lesa León 06) og er sérlegt óskabarn Zapteros, forsætisráðherra Spánar, sem ólst upp í þessari borg í Kastilíu-Leonshéraði. Ríkisstjórn Spánar, héraðsyfirvöld og borgarstjórnin í León standa fyrir þessari fyrstu barna- og unglingabókakaupstefnu sem haldin er á Spáni. Carmen Calvo, menningarmálaráðherra landsins, opnaði hana fimmtudaginn 4. maí en stefnan stendur í 10 daga. Henni er skipt í tvennt: annarsvegar er hreinn verslunarlegur hluti þar sem spænsk forlög hafa bækur sínar á boðstólum en hinsvegar mennngar- og fræðilegur hluti þar sem rithöfundar, heimspekingar, þýðendur, kvikmyndaleikarar o.s.frv. taka þátt í hringborðsumræðum, kynningum og fleiru, auk þess sem á dagskrá eru ýmiskonar sjón- og tónleikar fyrir börn.Video Gallery

View more videos