Íslensk sælkeramáltíð í París

Mánudagskvöldið 16. janúar næstkomandi munu matreiðslumeistararnir Hákon Már Örvarsson og Gunnar Karl Gíslason bjóða upp á sannkallaða íslenska sælkeramáltíð á veitingastaðnum Les Grandes Tables du 104 í 19. hverfi Parísar. 

Hákon Már hlaut bronsverðlaun í hinni frægu frönsku matreiðslukeppni Bocuse d'Or árið 2001 og Gunnar Karl er matreiðslumeistari á veitingastaðnum Dill í Reykjavík, sem tilnefnt var á dögunum til The Nordic Prize verðlaunanna sem besta veitingahús á Norðurlöndunum.

Frekari upplýsingar og borðpantanir (billeterie en ligne) hér.

Video Gallery

View more videos