Íslensk list í Strasbourg

Dagana 3. og 4. nóvember 2005 voru opnaðar tvær sýningar í Strasbourg á málverkum, ljósmyndum og listmunum frá Íslandi. Sendiherra Íslands í París og eiginkona hans voru viðstödd báða viðburðina, ásamt fastafulltrúa Íslands við Evrópuráðið, Herði Bjarnasyni.

Verkin á sýningunum voru eftir um 30 listamenn, og voru allmargir þeirra viðstaddir. Auk listaverkanna voru á sýningunum handverksmunir og upplýsingar um menningarsögu, landafræði og jarðfræði.

Að þessum sýningum, sem haldnar voru undir fyrirsögninni “Ísland, afl jarðar og anda” stóð félagið IAMI DEFIS (Institut Alsacien-Mosellan des Initiatives en faveur du développement des Echanges Franco-Islandais), sem stofnað var á síðastliðnu ári. Formaður og stofnandi félagsins, Catherine Ulrich, bar hitann og þungann af undirbúningi og uppsetningu sýninganna. Hún tileinkar sýningarnar minningu föður síns, sem lést í hárri elli á árinu.

List í Strasbourg

F.v. Jacques Zucker, ráðgjafi, Tómas Ingi Olrich sendiherra, Rafn Hafnfjörð ljósmyndari, Catherine Ulrich aðstandandi sýningarinnar, Jean-Daniel Zeter héraðsstjórnarmaður, Nína Þórðardóttir sendiherrafrú, Hörður Bjarnason fastafulltrúi í Strasbourg.

Önnur sýningin var í salarkynnum héraðsstjórnar Bas-Rhin. Þar var sýndur hvers konar listiðnaður, svo sem keramik, glervara, höggmyndalist, textíl, prjónles auk fjölda ljósmynda. Sýning á íslenskri myndlist var í listmálarasal Sofitel-hótelsins, . Styrktaraðilar sýningarinnar voru héraðsstjórn Alsace, Sofitel hótelið, Ferðamálaráð Íslands og Icelandair.

Opnunarhátíðirnar voru vel sóttar og vöktu athygli fjölmiðla.

Heimasíða IAMI-DEFIS

Video Gallery

View more videos