Íslendingur keppir til úrslita í viðskiptafrönsku

Eva Guðríður Guðmundsdóttir keppir til úrslita í keppninni „Les mots d'or“ í París dagana 17. og 18. nóvember.

Keppt er í færni í viðskiptafrönsku, og hafa nemendur frá Háskóla Íslands tekið þátt í keppninni á liðnum árum. 24 einstaklingar komust til úrslita frá ýmsum þjóðlöndum. Alls sóttu rúmlega 13 þúsund manns um að taka þátt í keppninni og 3900 þreyttu próf í heimalandi sínu.

Lokakeppnin fer fram í Bercy, í Centre culturel des Finances du Ministère de l'Economie, des Finances et de l'Industrie, 12. hverfi Parísar, þann 17. nóvember, og einnig þann 18. nóvember í l'Agence intergouvernementale de la Francophonie, 13 quai André Citroën, 15. hverfi Parísar.Video Gallery

View more videos