Íslendingur deildarforseti norrænu deildarinnar í Caen

Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, forstöðumaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen, var sl. þriðjudag einróma kosin deildarforseti norrænu deildarinnar til tveggja ára af kennurum og fulltrúum nemenda. Hanna Steinunn tekur við stöðunni 1. september nk. Því ber að fagna að Íslendingur, og kona, tekur nú við þessu mikilvæga embætti.  Sendiráðið óskar Hönnu Steinunni innilega til hamingju með stöðuna.Video Gallery

View more videos