Íslandssjómannahátíðin í Gravelines

Íslandssjómannahátíðin - La fête des Islandais - var haldin nýlega í Gravelines í N-Frakklandi. Fjölmargir af frönsku sjómönnunum sem veiddu við Íslandsstrendur hér á öldum áður lögðu í hann frá Gravelines og Dunkerque og er minningu þeirra haldið á lofti með árlegum hátíðarhöldum. Fulltrúar Fjarðabyggðar voru viðstaddir hátíðina en Gravelines er vinabær Fáskrúðsfjarðar. Blómsveigur var lagður í hafið, haldin guðþjónusta og margt fleira. Austfirðingingar buðu upp á ýmist íslenskt góðgæti eins og harðfisk, lax og hákarl sem rann ljúflega ofan í mannskapinn.
 

Video Gallery

View more videos