Íslandskynning í frönskum menntaskóla

Unglingar í menntaskóla í Auteuil sem hyggja á Íslandsferð með skólanum sínum næsta vor munu læra um jarðfræði landsins, bókmenntir, sögu og margt fleira í vetur. Starfsmaður sendiráðsins hitti hópinn í dag og fræddi þau m.a. um jarðhitanýtingu og íslenska dægurtónlist. Fjölmargar spurningar brunnu á hópnum, sem snéru m.a. að menntakerfinu, efnahagsmálum, eldgosum og veðrinu.

Video Gallery

View more videos