Íslandshátíð í Gravelines

Dagana 23.-25. september 2011 fór fram árleg Íslandshátíð í Gravelines í Norður Frakklandi, vinabæ Fáskrúðsfjarðar.  Að þessu sinni var sérstaklega haldið upp á 20 ára vinabæjasamstarf bæjanna tveggja.

Sendiherra Íslands, Berglind Ásgeirsdóttir, var viðstödd hátíðina.  Fleiri gestir komu frá Íslandi, þeirra á meðal Páll Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar.

Fáskrúðsfjörður og Gravelines tengjast með sögulegum hætti.  Seinni hluta 19. aldar og fram á þá 20. var Fáskrúðsfjörður ein helsta bækistöð franskra sjómanna á landinu og óvíða á Íslandi er að finna jafn miklar minjar tengdar þeim, s.s. hús, grafreiti o.fl.  Þess má geta að unnið er nú að endurbyggingu hins svokallaða Franska spítala á Fáskrúðsfirði, sjá hér.

 

Dagskrá Íslandshátíðarinnar var með hefðbundnu sniði. Bæjarstjórarnir tveir ásamt sendiherra klipptu á borða við opnun hátíðarinnar og fluttu stutt ávörp.  Á laugardagsmorgni var siglt til hafs og um borð flutti prestur minningu um hina látnu og blómakransi var varpað í hafið.  Þá var gengin hátíðarganga í gömlum þjóðbúningum, markaðir opnaðir. Á sunnudagsmorgni var hátíðarmessa og að því loknu lagðir blómakransar í Cavaire Les Huttes. 

 

 

Photos : © Florine Jonnekin

 

 

Video Gallery

View more videos