Ísland í heiðurssæti á Foire Internationale de Caen

Foire de Caen

Ísland verður heiðursland sýningarinnar Foire Internationale de Caen í Normandí, 15.-25. september 2006.

Foire er alhliða heimilissýning með menningarlegu ívafi sem nýtur mikilla vinsælda alls staðar í Frakklandi. Foire Internationale de Caen er sú 5. stærsta í Frakklandi. Þar eru um 1.000 sýnendur nú að koma sér fyrir. Búist er við a.m.k. 220 þúsund gestum og að flestir þeirra heimsæki Íslandsþorpið í hjarta sýningarinnar, þar sem verið er að setja upp 12 íslenskar verslanir, ferðaskrifstofur, kaffihús og svið fyrir íslenska menningardagskrá. Mikið er lagt í að búa til skemmtilegt íslenskt umhverfi með hrauni, bullandi hver og ísjökum. Auk þess verður hægt að snæða mat með íslensku ívafi, fiskrétti, skyr og íslenskt vatn, á veitingastaðnum Le Viking.   Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sendiráðsins (1) og á heimasíðu Foire Internationale de Caen (2)

Hægt er að fá boðsmiða í sendiráðinu.  Þess má geta að Parísarbúar geta hæglega skroppið í dagsferð með lest (2ja tíma ferð).

(1)  /fr/lambassade/actualites/foire-de-caen//nr/2776

(2)  http://www.foireinternationaledecaen.comVideo Gallery

View more videos