Illugi Gunnarsson heimsótti norrænudeild Sorbonne háskóla

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti norrænudeild Sorbonne háskóla í vikunni, í fylgd sendiherra Íslands í París. Bjarni Benedikt Björnsson sendikennari í íslensku við Sorbonne tók á móti honum ásamt Karli Gadelii prófessor í norrænum málvísindum. Kennsla í íslensku hefur staðið til boða í Sorbonne-háskóla allt frá miðri 20. öld. Nemendum býðst að taka íslensku sem aðalgrein eða aukagrein til BA-prófs, og ennfremur er hægt að leggja stund á mastersnám í norrænum fræðum með áherslu á íslensku. Tæplega fimmtíu nemendur stunda nám í íslensku, ýmist sem aðal- eða aukagrein. Íslenskur sendikennari sér um hluta kennslunnar. Í þeim tímum er fjallað almennt um málið, málfræði, orðaforða, framburð og dagleg samskipti. Einnig sitja nemendur námskeið um norrænt samfélag, menningu og stjórnarfar. Loks eru námskeið í norrænum málvísindum og bókmenntum. Nánari upplýsingar.

Video Gallery

View more videos