Hljómar hafsins í Paimpol

Þann 7. ágúst 2005 voru sendiherrahjónin viðstödd tónlistarhátíðina, La Fête du Chant de Marin í Paimpol, sem fram fór dagana 5. til 7 ágúst. Hátíðin er haldin annað hvert ár, og var fyrst haldin 1989.

Hátíðina sóttu að þessu sinni hátt á annað hundrað þúsund gestir, en íbúar Paimpol eru um 8 þúsund. Talið var að um 150 fjölmiðlamenn hefðu sótt hátíðina. Að þessu sinni var lögð áhersla á sjómannasöngva frá Mið- og Austur-Evrópu, en tveimur íslenskum hljómsveitum var boðin þátttaka, vegna sérstakra tengsla Paimpol við Ísland.Rauðir Fiskar

Í Paimpol hafa menn lagt mikla rækt við tengslin við Ísland og við minningu franskra sjómanna sem sóttu Íslandsmið á síðari hluta 19. aldar. Í bænum er m.a. safn helgað þessum samskiptum og Íslendingar eru þar miklir aufúsugestir. Vinarbæjartengsl eru milli Paimpol og Grundarfjarðar.

Íslensku hljómsveitirnar, sem komu fram á hátíðinni, héldu alls 3 tónleika hvor. Hljómsveitin “Roðlaust og beinlaust” frá Ólafsfirði flutti valin sjómannalög, en hljómsveitin “Rauðir fiskar” frá Grundarfirði flutti efni frá ýmsum tímum, þar af var elsti textinn eftir Egil Skallagrímsson. Þeir fluttu tvísöngslög og stemmur ýmist í hefðbundnu formi ellegar í eigin útsetningu og aðlögun. Tónleikarnir vöktu mikla athygli og var framlag Íslands áberandi á hátíðinni.Roðlaust og beinlaust leikaVideo Gallery

View more videos