Heimsókn Gunnar Braga Sveinssonar til Frakklands

Gunnar Bragi Sveinsson opnaði norrænu lista- og menningarhátíðarinnar Les Boréales þann 15. nóvember sl. Þetta er í 22 skiptið sem þessu hátíð er haldin og er Ísland nú í öndvegi ásamt Litháen. Hátíðin er stærsta menningarhátíðin á meginlandinu sem er tileinkuð norrænni menningu.

Í þessari Frakklandsheimsókn átti Gunnar Bragi fundi með Elisabeth Guigou, formanni utanríkismálanefndar franska þingsins, og Lionel Tardy, formanni vináttufélags Íslands í franska þinginu.  Þá átti ráðherrann fund með Erik Solheim, formanni þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD, og Ken Ash, yfirmanni viðskipta- og landbúnaðarmála  í OECD.

Í Caen átti ráðherrann fund með Laurent Beauvais, forseta Basse-Normandie héraðs. Þá heimsótti hann einnig Caen háskóla, þar sem rektor skólans Pierre Sineux, tók á móti ráðherranum ásamt nemendum í íslensku, en Caen háskóli er annar tveggja franskra háskóla sem kenna íslensku sem erlent tungumál. Hinn er Sorbonne háskóli í París.

Við opnun Boréales hátíðarinnar bauð íslenska sendiráðið opnunargestum, samtals um 500 talsins, upp á fiskisúpu sem Friðrik Sigurðsson matreiðslumaður utanríkisráðuneytisins matreiddi. Samherji gaf ferskan íslenskan þorsk í súpuna og var verkefnið einnig stutt af verkefni Íslandsstofu um sjálfbærar fiskveiðar og flugfélaginu WOW air. Tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur hjómaði undir opnunarmóttökunni, sem fór fram utan dyra í garðinum fyrir utan Abbée des Dames, glæsilegum húsakynnum þar sem hérðasskrifstofur Basse-Normandie eru til húsa. Var myndböndum Bjarkar varpað upp á risastóran skjá. Þá var einnig opnuð sýning á ljósmyndum Péturs Thomesen, sem bar heitið Imported Landscapes. Fjölmargir íslenskir rithöfundar, listamenn og tónlistarmenn munu koma fram og sýna list sína á Boréales hátíðinni sem stendur til 30. nóvember.

Ræðan sem ráðherra flutti við opunina fylgir hér fyrir neðan. Einnig gefur að líta í myndaalbúmi ýmsar myndir sem teknar voru í heimsókn ráðherrans.

Video Gallery

View more videos