Fyrirlestur um íslenska byggingarlist í Paimpol

Sendiherra var viðstaddur opnun ljósmynda- og málverkasýningar í sýningarsalnum la Halle de Paimpol þann 13. febrúar 2009. Að sýningunni stóðu bæjaryfirvöld í Paimpol og vinabæjarsamtökin Grundapol, undir forystu Marie-Madelaine Geffroy forseta samtakanna.

Bæjarstjóri bauð til móttöku í ráðhúsi Paimpol daginn eftir. Eftir móttökuna hélt bæjarstjóri hádegisboð á heimili sínu fyrir sendiherra og helstu aðstandendur sýningarinnar. Kl. 16.00 hélt sendiherra erindi um íslenska byggingarlist í sýningarsalnum og var hann fullsetinn. Eftir erindið spurðust margir fyrir um efnahagsástandið á Íslandi. Fór sendiherra yfir það í all ítarlegu máli og reyndi að svara fyrirspurnum, sem báru vott um mikinn áhuga á örlögum lands og þjóðar og mikinn velvilja í garð Íslendinga.Video Gallery

View more videos