Fundur sendiherra og aðalframkvæmdastjóra UNESCO

Þórir Ibsen, sendiherra, átti nýverið fund með Irinu Bokova, aðalframkvæmdastjóra Unesco, og afhenti henni við það tækifæri skipunarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Unesco.

Sendiherra notaði tækifærið og óskaði aðalframkvæmdastjóranum til hamingju með starfið, en Bokova var ráðinn aðalframkvæmdastjóri UNESCO í nóvember 2009 og er hún fyrsta konan sem gegnir því starfi í rúmlega 60 ára sögu stofnunarinnar.

Á fundinum var einkum rætt um grundvallar rétt til menntunar og tengslin milli menntunar, sjálfbærrar þróunar og loftslagsbreytinga.Video Gallery

View more videos