Frábærir tónleikar um helgina!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

© Virginie Le Borgne / Le Pourquoi Pas

Tónleikahluti Air d’Islande hátíðarinnar í París fór fram núna um helgina og komust færri að en vildu.  Fram komu hljómsveitirnar Mono Town, Samaris, Oyama, Berndsen, Hermigervill og Tonik, ásamt norsku tónlistarkonunni Therese Aune, en hún var sérstakur gestur og hefur komið áður fram á Iceland Airwaves hátíðinni.  Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Iceland Airwaves tónlistarhátíðina í Reykjavík, og kallast “Soirées Iceland Airwaves à Paris” uppá frönsku, sem útleggst Iceland Airwaves tónleikakvöld í París, á hinu ástkæra ylhýra. 

Þetta er 5 árið í röð sem Air d’Islande stendur fyrir tónleikakvöldum í París, og í Frakklandi, og má fullyrða að íslensk tónlist falli vel í kramið hjá gestum.  Helstu samstarfsaðilar Air d’Islande hátíðarinnar eru Sendiráð Íslands í Frakklandi, Íslandsstofa, og Icelandair og segir Charlotte Sohm, sem starfar hefur að skipulagninni síðan 2010, að áhuginn fari vaxandi ár frá ári, og að Frakkar séu mjög forvitnir um íslenskt tónlistarlíf.  Einnig vill hún nefna sérstaklega að íslenskt tónlistarfólk er til sóma í öllum samskiptum við tónleikahaldara, og vill hún þakka öllum þeim gestum sem komu í ár, og hafa komið undanfarin ár kærlega fyrir frábært samstarf.  “Við hlökkum strax mikið til tónleikanna á næsta ári, og það verður mjög gaman að halda áfram að grúska í íslenskri tónlist til að finna hljómsveitir og tónlistarfólk til að bjóða til Parísar!”  segir Charlotte Sohm. 

Fleiri myndir er hægt að skoða á facebook síðu sendiráðsins og hér. Hátíðin heldur áfram næstkomandi laugardag í finnska menningarhúsinu. Nánari upplýsingar: www.airdislande.com

Video Gallery

View more videos