Ferðamálasamstarf Íslands og Spánar

Þann 24. september sl. var haldinn fundur í Viðskiptastofnun Spánar í Madrid (ICEX) þar sem rætt var um fjárfestingartækifæri og samstarf Íslands og Spánar í ferðamálum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti þar erindi um endurreisn Íslands í efnahagsmálum og afnám gjaldeyrishafta.  Aðstoðarráðherra viðskiptamála Spánar ræddi um hvaða tækifæri væru til að auka viðskipti landanna.  Aðrir ræðumenn voru Þórður Hilmarsson og Sigríður Ragnarsdóttir frá Íslandsstofu og fulltrúi frá Ferðamálastofu Spánar.  Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, var fundarstjóri.

Hugmyndin með fundinum var að leita að tækifærum til samstarfs svo sem eins og varðandi uppbyggingu hótela og þjálfun starfsfólks.

Fundinn sóttu um 80 manns frá fyrirtækjum á ýmsum sviðum.

 

Video Gallery

View more videos