Fálkaorðu skilað

Olivier Lacolley kom í sendiráð Íslands í París í dag til að skila stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu sem Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti Íslands veitti Albert Lacolley föður hans þann 12. apríl 1983. Albert Lacolley var sýslumaður í Côtes d'Armor þar sem bæinn Paimpol, vinabæ Grundarfjarðar, er m.a. að finna, en þaðan komu margir frönsku sjómannanna sem veiddu við Íslandsstrendur hér á öldum áður. Orðan var veitt af tilefni opinberrar heimsóknar Vigdísar til Frakklands, en hún heimsótti m.a. Paimpol í þeirri ferð. Við andlát ber erfingjum þess sem fálkaorðuna hefur hlotið að skila orðuritara orðunni aftur. Svo skemmtilega vildi til að Vigdís var stödd í París og gat því tekið aftur á móti orðunni sem nú verður send aftur til Íslands.

Video Gallery

View more videos