Erindi um íslenskan sjávarútveg í París

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, og Katrín Einarsdóttir, sendiráðunautur, héldu erindi um íslenskan sjávarútveg fyrir stjórn Landssambands sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækja í Frakklandi (CNPMEM) fimmtudaginn 8. september sl.  CNPMEM eru landssamtök hagsmunaaðila innan sjávarútvegsins í Frakklandi. 

Kynningin fór fram á stjórnarfundi samtakanna og voru alls um 40 fulltrúar allra landshluta mættir.  Í erindinu var farið yfir helstu sérkenni íslensks sjávarútvegs, stefnu stjórnvalda, kvótakerfið o.s.frv.  Í lokin var sagt frá aðildarumsókn Íslands að ESB.  Að kynningu lokinni sátu sendiherra og sendiráðunautur fyrir svörum.  Lögð var áhersla á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegsins fyrir Ísland, farið var ítarlega yfir gildandi reglur varðandi kvótakerfið og verndun fiskistofna.  Lögð var sérstök áhersla á stefnu stjórnvalda um sjálbærni og ábyrgar veiðar.

Video Gallery

View more videos