Drengjakórssöngur í París á þjóðhátíðardaginn

Íslendingum og öðrum íbúum Parísarborgar gafst kostur á að hlýða á tónleika drengjakórs Reykjavíkur er fóru fram í borgarstjórahöll 16. hverfis Parísar á þjóðhátíðardaginn. Færri komust að en vildu en um 250 manns sóttu tónleikana.  Á dagskránni voru m.a. verk eftir Mozart, Händel, Fauré, negrasálmar og íslensk þjóðlög. 

Borgarstjóri bauð kórinn velkominn en sendiherra þakkaði fyrir aðstöðuna og móttökur borgarstjóra. Eftir tónleikana bauð sendiherra til móttöku.  Kórdrengirnir og aðstandendur þeirra heimsóttu einnig sendiherrabústaðinn og þágu léttar hádegisveitingar.

Í kórnum eru 37 drengir á aldrinum 8-12 ára sem allir stóðu sig með stakri prýði.  Stjórnandi kórsins síðan 1994 er Friðrik S. Kristinsson og undirleikari er Lenka Mátéova.    Video Gallery

View more videos