Dómsmálaráðherra í heimsókn í Frakklandi

Björn Bjarnason, dómsmálaráð-herra, átti vinnufundi með ráðherrum og háttsettum embættismönnum í París dagana 24. til 28. apríl. Ráðherrann átti fund með Michéle ALLIOT-MARIE, varnarmálaráðherra, um eftirlit með hafsvæðum við Ísland. Þá fór dómsmálaráðherra í boði franska varnarmálaráðherrans í heimsókn til miðstöðva franska flotans í Brest þann 25.apríl og skoðaði þar m.a. miðstöð björgunarmála og björgunarskip. Dómsmálaráðherra ræddi einnig við Brice HORTEFEUX, varainnanríkisráðherra. Þá ræddi ráðherrann við Gilles LECLAIR, sem hefur nýlega látið af forstjóraembætti í UCLAT, sem samhæfir baráttu gagnnjósa- og upplýsingaþjónustustofnana gegn hryðjuverkastarfsemi, Pierre DE BOUSQUET, yfirmanni gagnnjósnastofnunnar frönsku lögreglunnar, DST, Jean-Loup KUHN-DELFORGE, framkvæmdastjóri OFPRA sem fer með málefni hælissækjenda og flóttamanna og Eric LE DOUARON, forstöðumanni landamæralögreglunnar.  Auk þessa átti dómsmálaráðherra fund með Luc BARRIÈRE, framkvæmdastjóra Evrópudeildar EUROCOPTER. 

 Video Gallery

View more videos