Chérif Khaznadar sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Þann 23. mars 2006 sæmdi utanríkisráðherra Chérif Khaznadar riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir hönd forseta Íslands. Athöfnin fór fram í bústað sendiherrans í París að viðstöddum fulltrúum frá franska utanríkisráðuneytinu, menningarmálaráðuneytinu og frá stofnuninni La Maison des Cultures du Monde, sem Chérif Khaznadar veitir forystu.

Chérif Khaznadar var fulltrúi Frakka í verkefnisstjórn franskra og íslenskra stjórnvalda vegna íslenskrar menningarkynningar í Frakklandi 2004. Íslenska menningarkynningin í Frakklandi tókst með afbrigðum vel. Chérif Khaznadar átti af hálfu Frakkanna, sem að því máli komu, afgerandi þátt í því að kynningin varð Íslandi til sóma og vakti verðskuldaða athygli.

________

Le 22 mars, lors d'une cérémonie privée à la résidence de l'ambassadeur, M. Geir Haarde, Ministre des Affaires étrangères, a remis les insignes de chevalier de l'Ordre du Faucon à M. Chérif Khaznadar, Directeur de la Maison des Cultures du Monde. Dans son allocution le Ministre a notamment remercié M. Khaznadar pour son action lors de la quinzaine culturelle islandaise en France fin 2004.Video Gallery

View more videos