Ársfundur landssamtaka smærri og meðalstórra útgerða í Frakklandi

Á ársfundi landssamtaka smærri og meðalstórra útgerða í Frakklandi, la Coopération Maritime, sem haldinn var í Port-en-Bessin nú fyrir helgina hélt Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur erindi um íslenskan sjávarútveg þar sem m.a. var sagt frá sjósókn við Íslandsstrendur, allt frá veiðum franskra sjómanna til dagsins í dag. Þá var fiskveiðistjórnun á Íslandi útskýrð sem og aðgerðir til að tryggja sjálfbærar veiðar. Einnig var sagt frá sókn makríls á Íslandsmið og mörgu fleiru. Fundinn sátu m.a. ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins og ráðgjafi sjávarútvegsráðherra, auk ýmissa annarra háttsettra einstaklinga í sjávarútvegi í Frakklandi.

 Photos Daniel Légé

Video Gallery

View more videos