Arnaldur Indriðason fór á kostum á opnunarviðburði stórrar bókmenntahátíðar í Montpellier

Arnaldur Indriðason fór á kostum á opnunarviðburði stórrar bókmenntahátíðar í Montpellier, La Comédie du Livre, sem nú er haldin í 29. sinn. Arnaldur sagði m.a. frá því að stundum sé hann svo spenntur þegar hann skrifar að hann getur sjálfur ekki sofið og að oft komi hann sjálfum sér á óvart. Með honum á myndinni er Eric Boury, sem þýðir bækur hans á frönsku. Norðurlöndin eru í öndvegi á hátíðinni að þessu sinni og er alls tíu íslenskum höfundum boðið. Hinir níu eru Auður Ava Ólafsdóttir, Árni Þórarinsson, Bergsveinn Birgisson, Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Sjón, Stefán Máni, Steinar Bragi og Steinunn Sigurðardóttir.

Video Gallery

View more videos