Air d'Islande 2013 er hafin

Íslenska menningarhátíðin Air d’Islande er hafin. Hátíðin kynnir Frökkum íslenska tónlist, kvikmyndir og samtímalist. Dagskráin í ár fer fram í París og í Nantes. Þetta er fimmta árið í röð sem hátíðin er haldin og nýtur hún sívaxandi vinsælda í borg borganna.

Á dagskrá hátíðarinnar í ár kennir ýmissa grasa. Ólöf Arnalds verður með tónleika ásamt Skúla Sverrissyni bassaleikara, þar sem hún mun kynna nýja plötu sína, Sudden Elevation. Hljómsveitirnar Epic Rain og Ghostigital, skipuð þeim Einari Erni Benediktssyni og Curver, koma einnig fram. Hljómleikarnir eru skipulagðir í samstarfi við Iceland Airwaves og fara fram á tónleikastaðnum Point Ephémère þann 31. janúar og 1. febrúar.

Sérstakur dagskrárliður er helgaður íslenskum konum, "Journée de la femme islandaise". Þar munu tala þær Marie-Joelle Gros, blaðakona á hinu virta franska dagblaði Liberation, ásamt fulltrúa íslenskra kvenna, Nínu Björk Jónsdóttur, sem starfar í íslenska sendiráðinu í París.

Kvikmyndin Sweet Viking, ljóðræn heimildarmynd um tónlistarkonuna Jarþrúði Karlsdóttur verður sýnd, og einnig verður Radio France Culture með sérstaka dagskrá helgaða Íslandi.

Air d’Islande er haldin í samstarfi við Sendiráð Íslands í París og Íslandsstofu.

Nánari upplýsingar og viðtöl

Ari Allansson
Hátíðarstjóri Air d’Islande
ari@airdislande.com
+33 (0)6 3141 2578

Páll Tómas Finnsson
Kynningarfulltrúi Air d’Islande á Íslandi
palltomas@finnsson.dk
+45 2925 4945

Dagskrá Air d’Islande 2013 og allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.airdislande.com.

Video Gallery

View more videos