Afhjúpun listaverks til minningar um Charcot

Laugardaginn 16. desember var Tómas Ingi Olrich, sendiherra, viðstaddur afhjúpun listaverks til minningar um að 70 ár eru liðin síðan Pourquoi Pas? strandaði og með skipinu fórust J.B. Charcot og 40 manna áhöfn skipsins, en einn komst af. Listaverkið stendur við hlið íslensks listaverks, sem Íslendingar færðu Saint-Malo og Björn Bjarnason þáverandi menntamálaráðherra afhjúpaði. Við athöfnina fluttu borgarstjórinn, René Couanau, og sendiherra ávörp. Minningarmessa var haldin í Sainte-Croix kirkjunni.

Frú Vallin-Charcot, barnabarn Charcot, var viðstödd athöfnina og flutti þakkarræðu fyrir hönd aðstandenda.

Eftir athöfnina var haldin ráðstefna, sem félagið "Amis du Commandant Charcot et du Pourquoi Pas?" stóðu að. Þau samtök eru í raun sannkallað Íslandsvinafélag, sem halda mjög hátt merki Íslands og viðurkenna þá ræktarsemi, sem Íslendingar hafa sýnt minningu Charcot.Video Gallery

View more videos