Samstarf um útgáfu íslensk-franskrar orðabókar

Hinn 5. nóvember sl. átti Illugi Gunnarson, mennta- og menningarmálaráðherra fund með Yaminu Benguigui, aðstoðarutanríkisráðherra Frakkands sem m.a. er ábyrg fyrir ræktun franskrar tungu og menningar erlendis. Ráðherrarnir ræddu menningarsamstarf landanna og frönskukennslu á Íslandi. Lýsti franski ráðherrann áhuga á að heimsækja Ísland á næsta ári. Sérstaklega var rætt um samstarf um útgáfu íslensk-franskrar orðabókar, sem er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur um kennslu í erlendum tungumálum hefur hafið undirbúning að. Hefur franska þingið þegar lagt fé til verkefnisins en á fundinum lýsti franski ráðherrann vilja til að styðja verkefnið enn frekar.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á facebook síðu sendiráðsins.

Video Gallery

View more videos