Landkynning á Signubökkum

Íslandsstofa vinnur að landkynningarverkefni í Frakklandi í tengslum við þátttöku Íslands í Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem haldið verður þar í landi 10. júní – 10. júlí 2016.
 
Íslandsstofa verður með lítið landkynningarhús á Signubökkum Parísar á meðan mótið stendur yfir, en allar þátttökuþjóðirnar verða með kynningar á svæðinu. Nú gefst áhugafólki um íslenska menningu tækifæri á að nýta sér vettvanginn í og við landkynningarhúsið. Gert er ráð fyrir að um 50.000 gestir komi á svæðið í hverri viku og því verður mikið um að vera á staðnum.
 
Við bjóðum þennan vettvang til afnota fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja nýta sér íslenska svæðið í tiltekinn tíma á þessu mánaðartímabili í París í sumar.
 
Landkynningarverkefnið er skipulagt af Parísarborg, Íslandsstofa fer með verkefnastjórn og koma þrjú ráðuneyti að því (utanríkisráðuneytið, mennta-og menningarmálaráðuneytið og atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið) auk sendiráðs Íslands í París.
 
Markmið verkefnisins er að kynna Ísland og allt sem íslenskt er í Frakklandi og verður m.a. efnt til ýmissa menningarviðburða og matarviðburða í París af þessu tilefni.
 
Áhugasamir geta sótt um að fá úthlutað tíma í húsinu, athugið að allur tilfallandi kostnaður við verkefnin sem sækja um að nýta svæðið er í höndum umsækjenda. Umsóknir berist til Margrétar Helgu Jóhannsdóttur, verkefnastjóra Íslandsstofu, margret@islandsstofa.is

Skráningareyðublað má nálgast hér
 

Video Gallery

View more videos