Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðinu í París

Kosning utan kjörfundar erlendis vegna kosninga til Alþingis 28. október 2017 er hafin.

Hægt er að kjósa í sendiráðinu í París (52, avenue Victor Hugo, 75116 Paris) alla virka daga frá 9:30 til 15:30. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá ræðismönnum.
 

Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi.

Þeir Íslendingar sem hafa búið erlendis lengur en frá 1. desember 2008 og ekki eru á kjörskrá þurfa að sækja sérstaklega um að þeir verði teknir á kjörskrá. Umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá í síðasta lagi 11. október 2017. Eyðublað vegna þessa má nálgast hér.

 

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar er að finna á vefnum www.kosning.is.  Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Video Gallery

View more videos