Saltfiskhátíð í Bègles: Ísland í heiðurssæti

Festival de la morue, saltfiskhátíð, var haldin í Bègles (Bordeaux) í Frakklandi helgina 3.-4. júní og Ísland var sett í heiðurssæti. Settar voru upp 2 sýningar: glæsileg ljósmyndasýning og sýning um 100 ára sögu fiskveiða á Íslandi. Saltfiskréttir voru á boðstólum í veitingahúsum bæjarins og hljómsveit Björns Thoroddsens, Halla’s travel, spilaði við mikinn fögnuð viðstaddra.  Um 65 þúsund manns sóttu hátíðina.Video Gallery

View more videos