Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er hafin í París

Um 40 þúsund manns frá öllum ríkjum heims sækja lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna - COP21- sem hófst í Par­ís í gær og stendur yfir til 11. desember. Vonast er til að ráðstefnan muni marka þáttaskil í hinni alþjóðlegu baráttu að takmarka frekari hækkun hitastigs á jörðinni. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ávarpaði ráðstefnuna í gær og sagði hann m.a. að Íslendingar hefðu náð miklum árangri í að minnka útblástur koltvísýrings, en nær 100 % allrar orku til rafmagnsframleiðslu og húshitunar á Íslandi fæst úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Forsætisráðherra sagðist vonast til að Parísafundurinn næði saman um nýjan loftslagssamning og að Ísland styddi metnaðarfullt samkomulag. Þá hafi stjórnvöld tilkynnt um verkefni er miði að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun – í samvinnu við viðkomandi geira.

Fleiri íslenskir ráðamenn munu sækja ráðstefnuna á næstu dögum, m.a. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti, Gunn­ar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráðherra og Sigrún Magnús­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra.

 

Video Gallery

View more videos