Kveðjuhóf til heiðurs Berglindi Ásgeirsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra OECD

Berglind Ásgeirsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD, lætur um þessar mundir af störfum hjá stofnuninni eftir 4 ára framúrskarandi starf. Berglind mun í ágúst hefja störf sem skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins.

Í tilefni af þessum tímamótum hélt sendiherra Íslands í París, Tómas Ingi Olrich, móttöku í bústað sendiherra þann 12. júlí síðastliðinn. Um 100 manns sóttu móttökuna, þ.á.m. framkvæmdastjóri, sendiherrar og starfsfólk OECD svo og ýmsir aðilar úr viðskiptalífinu.    

Eftir ávörp sendiherra og Berglindar gafst viðstöddum kostur á að hlýða á frábæran píanóleik Vladimirs Stefáns Ashkenazy sem spilaði verk eftir Claude Debussy, Eric Satie, Rögnvald Sigurjónsson og Sergei Rachmaninoff.Video Gallery

View more videos