Islande Terre de Lumière - Ljósmyndasýning í Bordeaux

Þann 25. október 2006 var formlega opnuð sýningin “Islande Terre de Lumière” í Salle Capitulaire í Bordeaux.  Á sýningunni voru landslagsmyndir frá Íslandi, og fylgja þeim vandaðar upplýsingar um land og þjóð.  Ljósmyndarinn og höfundur texta er prófessor Jacques Battin, sem ferðaðist um Ísland síðastliðið sumar.  Sýningin stóð frá 23. til 30. október.

Sendiherra Íslands í París var viðstaddur opnun sýningarinnar, ávarpaði sýningargesti og þakkaði ljósmyndaranum fyrir sýninguna, en Herman Mostermans ræðismanni Íslands í Bordeaux og borgaryfirvöldum fyrir stuðninginn við sýninguna.

Sýningarsalurinn, sem borgarstjóri Bordeaux, Alain Juppé, lét í té er einstaklega glæsilegur. Á þriðja hundrað manns voru viðstaddir opnun sýningarinnar.Video Gallery

View more videos