Heimsókn þingmannanefndar Alþingis til franska þingsins - Visite des députés islandais à l’Assemblée nationale

Voir texte en français ci-dessous.

Forseti alþingis, Sturla Böðvarsson, heimsótti franska þingið ásamt formönnum þingflokka og starfsmönnum alþingis í júní síðastliðnum. Var heimsóknin skipulögð af franska þinginu í samstarfi við sendiráð Íslands í París, sendiráð Frakka í Reykjavík og Fransk-íslenska viðskiptaráðið. Formaður vináttufélags Frakklands og Íslands innan franska þingsins, Georges Colombier, tók á móti hópnum. Þótti heimsóknin takast afar vel og styrkti enn frekar vináttusamband þjóðþinganna tveggja.

Í heimsókninni gafst forseta og þingflokksformönnum kostur á að hitta franska stjórnmálamenn og forstöðumenn fyrirtækja, bæði franskra og íslenskra. Fundur var haldinn með Bernard Accoyer, forseta franska þingsins og fylgst með umræðum í þinginu. Jean-Louis Borloo umhverfisráðherra Frakka hitti hópinn ennfremur að máli.

Heimsókn í franska þingiðSýning um almenningsfarartæki, Transports Publics 2008, var heimsótt. Í Lyon var sporvagnakerfi borgarinnar skoðað og í Grenoble voru tilraunastofur um geymslu og rafefnafræðilega umbreytingu orku heimsóttar. Fransk-íslenska viðskiptaráðið og sendiráð Íslands í París skipulögðu kvöldverð með forsvarsmönnum íslenskra fyrirtækja í Frakklandi, og gafst hópnum þar tækifæri til að kynna sér starfsemi þeirra og umsvif. Loks voru höfuðstöðvar Alstom heimsóttar, en það fyrirtæki framleiðir ýmiss konar almenningsfarartæki.


Visite des députés islandais à l’Assemblé nationale, juin 2008

Le président du parlement d’Islande, l’Althing, M. Sturla Bodvarsson, a visité la France avec des députés islandais en juin 2008. Le groupe d’amitié France-Islande de l’Assemblée nationale a organisé la visite en collaboration avec l’Ambassade d’Islande en France, l’Ambassade de France en Islande et la Chambre de commerce franco-islandaise. Le président du groupe d’amitié France-Islande de l’Assemblée nationale, M. Georges Colombier, a accueilli les députés durant leur visite. La visite s’est trés bien passée et a consolidé l’alliance entre les deux pays.

Pendant la visite les députés islandais ont eu l’occasion de rencontrer des politiciens français et des directeurs des entreprises franco-islandaises. Une réunion a eu lieu avec M. Bernard Accoyer, président de l’Assemblée nationale et le groupe a assisté aux débats. M. Jean-Louis Borloo, ministre de l’environnement, a eu un entretien avec les députés.

L’exposition Transports Publics 2008 a été visitée, et à Lyon les députés ont visité les Tramways de Lyon. À Grenoble, le laboratoire de CEA Grenoble, sur le stockage et la conversion électrochimique de l’énergie, a été visité. La chambre de commerce franco-islandaise et l’Ambassade d’Islande ont organisé un dîner avec les présidents de plusieurs entreprises franco-islandaises, où les députés ont pu s’informer sur leur travail. La groupe a également visité le siège d’Alstom avant de partir.


Video Gallery

View more videos