"Fête des Islandais" í Gravelines

Sendiherra Íslands í Frakklandi tók þátt í hátíðinni “Fête des Islandais” í bænum Gravelines, sem var haldin 22.-25. september til að minnast franskra sjómanna sem stunduðu fiskveiðar við Ísland. Frá Gravelines, sem stendur við Ermarsund, héldu skipin til veiða við Íslandsstrendur, en einnig voru veiðarnar stundaðar frá Bretagne-skaga.

Haldin var guðsþjónusta í minningu drukknaðra sjómanna, einnig var athöfn þar sem blómsveig var kastað í sjó fyrir utan höfnina. Sýndar voru ljósmyndir frá Íslandi og ráðstefna haldin um landið. Ýmislegt var til skemmtunar alla helgina.

Fáskrúðsfjörður er vinabær Gravelines á Íslandi og sóttu hátíðina 6 fulltrúar, frá Fáskrúðsfirði og Fjarðabyggð sem bærinn hefur nýlega sameinast.Video Gallery

View more videos