AMIINA en concert à Paris le 16 octobre prochain au Point Ephemere

Le groupe de musciennes islandaises AMIINA sera en concert à Paris le 16 octobre prochain au Point Ephemere. Pour plus d’informations, veuillez consulter leurs sites: www.amiina.com et www.myspace.com/amiina

Hljómsveitin Amiina leggur af stað í tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin í næstu viku. Munu þær stöllur spila í París, Brussel, London og á listahátíðinni Festival Otono í Madrid, og halda svo til Bandaríkjanna. Er þessi tónleikaferð liður í að kynna nýja smáskífu, sem kemur út á næstu vikum. Einnig hafa þær nýlega lokið gerð breiðskífu, en útgáfa hennar er væntanleg í byrjun næsta árs.

Tónleikarnir í París verða haldnir þann 16. október í Point Ephemere.

Nánari upplýsingar um sveitina og tónleikana er hægt að nálgast á heimasíðum hljómsveitarinnar, www.amiina.com og á www.myspace.com/amiina



Video Gallery

View more videos