Fríverslun

Hoyvíkursamningurinn

Fríverslunarsamningur er í gildi milli Íslands og Færeyja sem nær m.a. yfir vörur, þjónustu, fjárfestingar, búseturétt, fjármagnsflutninga, samkeppni, ríkisaðstoð og opinber innkaup. Hoyvíkursamningurinn var gerður 31. ágúst 2005 og tók hann gildi 1. nóvember 2006. Hann kom í stað eldri fríverslunarsamnings með vörur frá 1992.

Með samningnum er komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði milli Íslands og Færeyja. Mörg ákvæði Hoyvíkursamningsins eiga sér beina fyrirmynd í EES-samningnum, þótt ekki sé gengið svo langt sem að koma á sameiginlegu regluverki. Hins vegar er Hoyvíkursamningurinn víðtækari að því leyti að hann tekur til allra landbúnaðarvara, sem EES-samningurinn gerir ekki.

Inntak samningsins er gagnkvæmni. Mælir samningurinn fyrir um bann við mismunun á grundvelli ríkisfangs, staðfestustaðar eða upprunastaðar vöru eða þjónustu. Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar og gagnkvæmt.

Texti samningsins í heild er hér á ensku. Styttri útgáfa Hoyvíkursamningsins er birt í Stjórnartíðindum.

Video Gallery

View more videos