Viðskipti

Árið 2016 voru Færeyjar 22. mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Viðskipti landanna byggja á víðtækum fríverslunarsamningi, Hoyvíkursamningnum frá 2006. Í framhaldi af gerð þess samnings voru opnaðar sendiskrifstofur bæði í Þórshöfn og í Reykjavík. Í Hoyvíkursamningnum er gert ráð fyrir auknu samstarfi í menningarmálum, orkumálum, umhverfismálum, heilbrigðismálum, fjarskiptum og ferðaþjónustu. Upplýsingar um Hoyvíkursamninginn og hagtölur eru á síðunni FRÍVERSLUN. Sjá einnig HAGTÖLUR.

Viðskiptaráð

Upplýsingar um Færeysk-íslenska viðskiptaráðið má finna hér.

Markaðsmál og samgöngur

Í Færeyjum búa yfir 50 þúsund manns. Þar er markaður sem er í senn áhugaverður og af hentugri stærð fyrir íslensk fyrirtæki. Samgöngur milli landanna eru með ágætum. Tíðar siglingar eru til helstu hafna á eyjunum á vegum Eimskipa og Samskipa, auk ferjusiglinga Smyril Line. Áætlunarflug milli landanna er í höndum færeyska flugfélagsins Atlantic Airways. Það tekur farþegaþotur þess einungis klukkustund að fljúga milli Reykjavíkur og Færeyja. Flogið er frá Keflavíkurflugvelli yfir háveturinn.

Útflutningur til Færeyja er umtalsverður, m.a. fiskur, tækjabúnaður og aðrar vörur fyrir sjávarútveg, byggingarvörur og lambakjöt. Ráðrúm er til að auka fjölbreytni íslenskrar matvöru í verslunum.

Þjónustuviðskipti milli Íslands og Færeyja eru allveruleg (sjá HAGTÖLUR). 

Íslenskra verktakafyrirtæki starfa í Færeyjum og eitthvað af sjálfstætt starfandi iðnaðarmönnum eru hér starfandi.

Video Gallery

View more videos