Samstarfssamningar

Viljayfirlýsing um aukna samvinnu í atvinnuþróun og nýsköpun (2013) 

Hinn 5. mars 2013 var undirrituð viljayfirlýsing um að efla efnahagslegt samstarf og stuðla að gagnkvæmum viðskiptum til hagsbóta fyrir báðar þjóðir. Fulltrúar landanna skulu hittast annaðhvort ár til að fjalla um atvinnu- og nýsköpunarmál. Sjá hér.

Samstarfssamningur menntastofnana (2009)

Í apríl 2009 var gerður samstarfssamningur milli Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Færeyja. Í samningum er m.a. stefnt að því að fjölga færeyskum stúdentum í H. Í.

Samkomulag um tryggingaeftirlit (2008)

Samkomulag var gert í september 2008 milli íslenska Fjármálaeftirlitsins og færeyska Tryggingaeftirlitsins um samstarf við eftirlit með tryggingafélögum í tengslum við framkvæmd Hoyvíkursmningsins. Sjá hér.

 

Video Gallery

View more videos