Alþjóðasamvinna

Samstarfssamningur milli Íslands, Færeyja og Grænlands um viðskiptamál (2017)

Reykjavík, 31. ágúst 2017. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti fund með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja og Erik Jensen, sveitastjórnarráðherra Grænlands. Á fundinum undirrituðu ráðherrarnir samstarfssamning milli landana en um er að ræða almennan rammasamning þar sem formfest er almennt þríhliða samstarf landanna þriggja, sem hefur hingað til að mestu verið byggt á tvíhliða samstarfi. Formfesting slíks þríhliða samstarfsvettvangs er í samræmi við vilja stjórnvalda í löndunum þremur til nánara samstarfs þeirra á milli. Í samningnum er fest í sessi að utanríkisráðherrar landanna þriggja haldi árlega samráðsfundi. Þá er komið á fót vinnuhópi embættismanna landanna þriggja, sem m.a. er ætlað að hafa yfirsýn yfir núverandi samstarf landanna, gera tillögur um aukið samstarf þeirra og vinna að því að ryðja úr vegi viðskiptahindrunum milli landanna með það að markmiði að auka viðskipti.

Samstarfssamningur Íslands, Færeyja og Grænlands um menningu, menntamál og rannsóknir (2007)

Haustið 2007 var gerður samstarfssamningur milli Íslands, Færeyja og Grænlands um menningu, menntamál og rannsóknir.

NATA - North Atlantic Toursim Association (2006)

NATA (North Atlantic Tourism Association) is an organisation that promotes and supports cooperation in tourism for the West Nordic countries: GreenlandIceland and the Faroe Islands

Vestnorræna ráðið (1985)

Vestnorræna ráðið er samstarfsvettvangur þingmanna Vestur-Norðurlanda. Markmið þess eru að vinna saman að vestnorrænum hagsmunum og hugðarefnum, að vernda auðlindir og menningu landanna í Norður-Atlantshafi og efla samráð ríkis- og landstjórna Vestur-Norðurlanda, einkum í viðkvæmum og alvarlegum málum sem snerta t.d. mengun, auðlindanýtingu o.fl., að fylgja eftir samstarfi ríkis- og landstjórna vestnorrænu landanna, að efla samstarf við Norðurlandaráð og koma á framfæri vestnorrænum áhersluatriðum í norrænu samstarfi og að vera tengiliður milli þinga landanna, vestnorrænna stofnana og alþjóðlegra samtaka.

NORA - Norræna Atlantssamstarfið

Norræna Atlantssamstarfið (NORA) eru fjölþjóðleg samtök sem falla undir samstarf Norrænu Ráðherranefndarinnar um byggðastefnu. Starfssvæði NORA nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs (níu norskra strandfylka frá Finnmörku í norðri til Rogalands í suðri). Landfræðileg lega, sameiginleg einkenni, viðfangsefni, saga, stofnanir svo og menningarleg bönd tengja NORA-löndin.

Norðurlandaráð (1952)

Norðurlandaráð er vettvangur þingmanna í opinberu norrænu samtarfi. Ráðið skipa 87 fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Álandi, Færeyjum og Grænlandi.

Norræna ráðherranefndin (1952)

Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjórna Norðurlanda. Norræna ráðherranefndin vinnur að sameiginlegum norrænum lausnum sem skila sýnilegum árangri fyrir alla þá sem búa á Norðurlöndum.

 

 

Video Gallery

View more videos