Tvíhliða samskipti Íslands og Færeyja

Engin þjóð er Íslendingum skyldari en hin færeyska. Menning, saga og tunga Íslendinga og Færeyinga eru samtvinnuð og samskiptin hafa löngum verið náin á flestum sviðum, ein einkum á sviði menningar og viðskipta. Einstök og einlæg vinátta er milli þjóðanna.

Nánar um samvinnu Íslands og Færeyja, sjá FISKVEIÐISAMNINGAR, SAMSTARFSSAMNINGAR og ALÞJÓÐASAMSKIPTI. Einnig VIÐSKIPTI, FRÍVERSLUN og HAGTÖLUR.

Heilbrigðismál

Ágæt samvinna er í heilbrigðismálum. Færeyskir sjúklingar eru sendir til Íslands til meðferðar og íslenskir læknar koma tímabundið til Færeyja til að gera aðgerðir sem annars fara fram í Danmörku. Þá má geta þess að Færeyingar fara töluvert á eigin vegum til Íslands til augnlækninga með leysitækni. 

Ferðamál

Færeyskar ferðaskrifstofur selja ferðir til Íslands sem og flugfélagið Atlantic Airways. Ferðamannastraumur frá Færeyjum til Íslands hefur aukist töluvert og miklir möguleikar eru á því að efla ferðamennsku milli landanna enn frekar.

 

Video Gallery

View more videos