Vestnorræna ráðið

Myndin er frá fundi Vestnorræna ráðsins í Færeyjum, sem haldin var í Skálavík á Sandey, dagana 20.-24. þ.m., þar sem m.a. var fjallað um hindranir í flutningi á matvælum milli landanna þriggja, þ.e.a.s. Færeyja, Grænlands og Íslands. Þá var einnig fundað í þingmannanefnd Hoyvíkur-samningsins á milli Íslands og Færeyja, sem er einn víðtækasti fríverlsunarsamningur Íslands. Fundinn sóttu af Íslands hálfu þingmenn Íslandskeildar Vestnorræna ráðsins, þau Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður Íslandsdeildarinnar og formaður Vestnorræna ráðsins, Katrín Jakobsdóttir, Oddný Harðardóttir, Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálsson og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn frá Færeyjum og Grænlandi, auk embættismanna og gesta. Í Vestnorræna ráðinu eiga sæti 18 þingmenn, sex frá hverju landi. 

Video Gallery

View more videos