Siv Friðleifsdóttir heimsækir Færeyinga

Siv Friðleifsdóttir heimsótti Færeyinga í janúar síðastliðinn. Hún flutti tvo fyrirlestra á vegum Norræna Félagsins í Norðurlandahúsinu. Annar var um konur á þingi og jafnréttismál. Hinn var um kreppuna á Íslandi og afleiðingar hennar. Hún lýsti m.a. vel mótmælum á Austurvelli og í landinu. Salurinn var þá nánast fullur og hún fékk margar spurningar úr salnum. Þetta sýnir að Færeyingar hafa mikinn áhuga á því sem gerist á Íslandi. Daginn eftir hafði færeyska sjónvarpið viðtal við Siv og var viðtalið tekið upp í Fútastovu. Fréttin var sýnd í aðalfréttatíma sjónvarpsins um kvöldið.

Myndir frá Færeyjaheimsókninni eru að sjá á heimasíðu hennar: www.siv.is

Siv Friðleifsdóttir í sjónvarpsviðtaliVideo Gallery

View more videos