Móðurmálsdagur

25. mars hefur verið valinn dagur færeyska móðurmálsins. Það er afmælisdagur V.U. Hammershaimbs (1819-1909). Hátíðarhald verður í Fútastovu, aðalræðisskrifstofu Íslands, og byrjar kl. 15.

Þá verður formleg afhending á verðlaunum í tilefni dagsins, sem færeyski menntamálaráðherrann, Bjørn Kalsø, mun afhenda. Verðlaunin eru kennd við V.U. Hammershaimb, prest og málvísindamann og höfund færeyska ritmálsins. Hammershaimb bjó um tíma í Nýggjustovu, næsta húsi við hliðina á Fútastovu. Að lokinni verðlaunaafhendingu í Fútastovu verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti sem og að skoða bæði húsin. 

Sjá meira um daginn á: www.nam.fo

 

 

Video Gallery

View more videos