Kjörskrá

Spurningar og svör um kjörskrá vegna Alþingiskosninga 28. okt. 2017

1. Geta íslenskir ríkisborgarar greitt atkvæði utan kjörfundar í Færeyjum í Alþingiskosningum 28. október 2017?

SVAR: Já, ef þeir eru á kjörskrá geta þeir kosið á aðalræðisskrifstofu Íslands, Ydun, Reyngöta 9, kl. 10-15 virka daga. Kjósandinn ber ábyrgð á sendingu atkvæðisins sem þarf að berast kjörstjórn í síðasta lagi á kjördag.

2.Hverjir eru á kjörskrá?

SVAR: 
a) Þeir sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 8 ár (talið frá 1. desember 2016) hafa sjálfkrafa kosningarétt á Íslandi og eru á kjörskrá. 
b) Þeir sem hafa átt lögheimili erlendis lengur en 8 ár (talið frá 1. desember 2016) þurfa að sækja um að vera teknir inn á kjörskrá til Þjóðskrár Íslands (skra@skra.is) í síðasta lagi fyrir miðnætti 10. október 2017. Eyðublað vegna þessa má nálgast hér: https://skra.eydublod.is/Forms/Form/A-290. Þess þarf þó ekki ef viðkomandi hefur sent inn slíka umsókn eftir 1. desember 2013, en slík skráning gildir í fjögur ár.

3. Hvernig get ég fengið staðfest að ég sé á kjörskrá?

SVAR: 
b) Þessu má fletta upp á vefnum með því að fara inn á www.skra.is, smella á Kjörskrá og kosningaréttur, síðan Hvar ertu á kjörskrá og slá inn kennitölu. Ef ekkert kemur upp þá ertu ekki á kjörskrá.
b) Einnig er hægt að senda fyrirspurn til Þjóðskrár á skra@skra.is.
 

Video Gallery

View more videos