Kirkjukór Laugalandsprestakalls í heimsókn

Um komandi helgi heimsækir Kirkjukór Laugalandsprestakalls Færeyjar og syngur á tvennum tónleikum. Kórinn kemur frá Eyjafjarðarsveit, 1000 manna sveitafélagi sem er við hlið Akureyrar. Kórinn var stofnaður árið 2001 og í honum eru um 30 söngfélagar. Kórinn annast kirkjusöng í fimm sóknarkirkjum, þar á meðal í Grundarkirkju sem er rösklega 100 ára gömul timburkirkja. Færeyjaheimsóknin er fyrsta söngferð kórsins utan Íslands. Hann mun halda tónleika í Vesturkirkjunni í Þórshöfn föstudaginn 14. mars kl. 20 og í Christianskirkjunni í Klaksvík laugardaginn 14. mars kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. íslensk og erlend sálmalög, gömul og ný íslensk ættjarðarlög og kórlög frá ýmsum tímum og heimshornum.

Video Gallery

View more videos