Karlakór Reykjavíkur í Færeyjum

Karlakór Reykjavíkur heldur aðventutónleika í Færeyjum dagana 1 og 2. desember n.k.

Kórinn hélt síðast slíka tónleika í Færeyjum árið 2007 og voru móttökurnar frábærar og fullt út úr dyrum á öllum tónleikunum.

Eins og að ofan greinir hyggst kórinn nú endurtaka leikinn og verða tónleikarnir í Friðrikskirkjunni í Tóftum laugardaginn 1 .desember kl 18:00 og í Vesturkirkjunni í Þórshöfn sunnudaginn 2. Desember kl 17:00 og kl 19:30.

Í Vesturkirkjunni mun Tórshavnar Manskór einnig syngja nokkur lög.

Video Gallery

View more videos