Karlakór Kópavogs í Færeyjum

Karlakór Kópavogs kemur í tónleikaferð hingað til Færeyja 5.-8. október nk.í tilefni af 10 ára afmæli kórsins.   Kórinn sem er undir stjórn Garðars Cortes mun halda tvenna tónleika.  Fyrri tónleikarnir verða haldnir föstudaginn 5. október í pakkhúsinu hjá Öström á Skálatröð og byrja þeir kl. 21:00. Á söngdagskránni verða bæði íslensk og færeysk lög en einnig munu Hanus G. Johansen og karlakór Þórshafnar stíga á svið.    Síðari tónleikarnir verða svo haldnir í Ósá-skólanum í Kakksvík laugardaginn 6. október og byrja kl. 15:00.

 

Video Gallery

View more videos